Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri, segir að alls séu 52 á kjörskrá í Grímsey, en eyjan heyrir undir sveitarfélaginu Akureyrarbæ. Helga segir að 24 hafi greitt atkvæði á kjörstað í eynni í morgun. Hún segir líklegt að aðrir íbúar eyjarinnar hafi svo kosið utan kjörfundar eða á Akureyri.
Helga segir að kjörsóknin á Akureyri það sem af er degi sé nokkuð minni en í kosningunum 2018 og svo í þingkosningunum á síðasta ári.
Klukkan 13 hafi 2.116 manns greitt atkvæði á Akureyri, eða 14,72 prósent. Á sama tíma í kosningunum 2018 hafi 15 prósent greitt atkvæði, og í þingkosningunum í september 16,8 prósent.