Á kjörskrá á Akureyri eru 14.698. Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.
Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018 héldu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og L-listinn áfram meirihlutasamstarfi sínu með sex bæjarfulltrúa meirihluta.
Frá árinu 2020 hafa allir flokkar, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, L-listinn, Miðflokkurinn og VG myndað samstjórn í bæjarstjórn.
Svona fóru kosningarnar:
- B-listi Framsóknarflokksins: 17,0% - 2 fulltrúar
- D-listi Sjálfstæðisflokksins: 18,0% - 2 fulltrúar
- F-listi Flokks Fólksins: 12,2% - 1 fulltrúi
- K-listi Kattarframboðsins: 4,1% - 0 fulltrúar
- L-listi Bæjarlistans: 18,7% - 3 fulltrúar
- M-listi Miðflokksins: 7,9% - 1 fulltrúi
- P-listi Pírata: 3,1% - 0 fulltrúar
- S-listi Samfylkingarinnar: 11,9% - 1 fulltrúi
- V-listi Vinstri grænna: 7,2% - 1 fulltrúi
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir (B)
- Gunnar Már Gunnarsson (B)
- Heimir Örn Árnason (D)
- Lára Halldóra Eiríksdóttir (D)
- Brynjólfur Ingvarsson (F)
- Gunnar Líndal Sigurðsson (L)
- Hulda Elma Eysteinsdóttir (L)
- Halla Björk Reynisdóttir (L)
- Hlynur Jóhannsson (M)
- Hilda Jana Gísladóttir (S)
- Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir (V)
