Besta upphitunin: Fyrirliði Vals hrósaði umgjörðinni hjá Aftureldingu í hástert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2022 16:00 Kristín Þóra Birgisdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru gestir Bestu upphitunarinnar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir fékk fyrirliða Vals og Aftureldingar í heimsókn til að hita upp fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað á morgun. Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Sjá meira
Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Sjá meira