Könnun blaðsins sýnir Samfylkinguna í stórsókn í bænum með 31 prósents fylgi og fjóra bæjarfulltrúa en flokkurinn fékk 20 prósent og tvo fulltrúa í síðustu kosningum.
Vert er þó að benda á að aðeins um 340 einstaklingar taka þátt í könuninni, sem var netkönnun.
Samkvæmt henni heldur Sjálfstæðisflokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkurinn í bænum en missir þó einn fulltrúa. Framsókn er þá í þriðja sæti og bætir sig um eitt prósent frá kosningum og þá koma Píratar og Viðreisn manni að, en Píratar hafa engan í dag en Viðreisn einn.
Þrjú framboð mælast síðan ekki inni, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn og Vinstri græn, en tvö þeirra fyrrnefndu hafa fulltrúa í dag í bæjarstjórn.
Oddvitar framboða í Hafnarfirði mættust í kappræðum á Vísi í gær, og má sjá þær í spilaranum að neðan.