Mamphis Depay kom heimamönnum í Barcelona yfir eftir hálftíma leik þegar hann stýrði fyrirgjöf Ousmane Dembele í netið áður en Pierre-Emerick Aubameyang kom liðinu í 2-0 stuttu fyrir hálfleikshléið.
Aubameyang var svo aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik þegar hann breytti stöðunni í 3-0, en Iago Aspas minnkaði muninn fyrir gestina tveimur mínútum síðar.
Varamaðurinn Jeison Murillo gerði Celta Vigo svo engan greiða þegar hann lét reka sig af velli eftir tæplega klukkutíma leik og gestirnir þurftu því að leika seinasta hálftíman manni færri.
Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 3-1 sigur Barcelona. Liðið situr í öðru sæti deildarinnar með 72 stig eftir 36 leiki, sjö stigum meira en Sevilla sem á þó einn leik til góða. Það verður því að teljast ansi líklegt að baráttunni um annað sætið sé lokið.