Ólafía Þórunn leikur erlendis í fyrsta skipti í tæp tvö ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2022 23:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir snýr aftur síðar í þessum mánuði. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er skráð til leiks á Jabra Ladies Open-mótinu þann 19. til 21. maí. Það verður hennar fyrsta mót erlendis síðan í ágúst 2020. Þetta kemur fram í viðtali Ólafíu Þórunnar við vefinn Golf.is. Ólafía Þórunn hefur verið í barneignarleyfi eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í júní á síðasta ári. Hún segir það krefjandi að mæta á Evian-völlinn í Frakklandi eftir svo langa pásu. „Það verður ekkert grín að byrja á Evian-vellinum eftir svona langt hlé. Þetta er virkilega erfiður og krefjandi keppnisvöllur. Ég er samt sem áður mjög spennt að byrja aftur.“ Ólafía Þórunn er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og syni. „Ég ákvað að bíða aðeins með að reyna mig á ný í Bandaríkjunum, þar sem að ég er með mjög takmarkað aðgengi að mótum á LPGA. Ég ætla því að taka mótin sem eru í boði hér í Evrópu. Staðsetning okkar hér í Þýskalandi gerir það einfaldara að geta keyrt á mörg mótin.“ Nokkrir hlutir hafa breyst síðan Ólafa Þórunn varð móðir. „Ég slæ mun styttra en ég var vön að gera. Það hefur hins vegar gengið nokkuð vel að spila og aðlagast breytingunum. Hreyfingarnar í sveiflunni eru enn til staðar, þetta er eins og að fara hjóla á ný eftir langt hlé,“ útskýrði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og móðir að endingu í viðtali sínu á Golf.is. Hún verður ekki eini Íslendingurinn í Frakklandi þessa helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig skráð til leiks. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Ólafíu Þórunnar við vefinn Golf.is. Ólafía Þórunn hefur verið í barneignarleyfi eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í júní á síðasta ári. Hún segir það krefjandi að mæta á Evian-völlinn í Frakklandi eftir svo langa pásu. „Það verður ekkert grín að byrja á Evian-vellinum eftir svona langt hlé. Þetta er virkilega erfiður og krefjandi keppnisvöllur. Ég er samt sem áður mjög spennt að byrja aftur.“ Ólafía Þórunn er búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og syni. „Ég ákvað að bíða aðeins með að reyna mig á ný í Bandaríkjunum, þar sem að ég er með mjög takmarkað aðgengi að mótum á LPGA. Ég ætla því að taka mótin sem eru í boði hér í Evrópu. Staðsetning okkar hér í Þýskalandi gerir það einfaldara að geta keyrt á mörg mótin.“ Nokkrir hlutir hafa breyst síðan Ólafa Þórunn varð móðir. „Ég slæ mun styttra en ég var vön að gera. Það hefur hins vegar gengið nokkuð vel að spila og aðlagast breytingunum. Hreyfingarnar í sveiflunni eru enn til staðar, þetta er eins og að fara hjóla á ný eftir langt hlé,“ útskýrði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur og móðir að endingu í viðtali sínu á Golf.is. Hún verður ekki eini Íslendingurinn í Frakklandi þessa helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig skráð til leiks.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira