Bíða með að taka afstöðu þangað til eftir kosningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 13:33 Úr greinargerð Yrki arkitekta sem send var inn til skipulagsráðs Akureyrar. Húsið með rauða þakið er friðað og ekki má fjarlægja það. Yrki arkitektar Það bíður nýs skipulagsráðs Akureyrarbæjar að taka afstöðu til uppfærða hugmynda um uppbyggingu fjölbýlishúsa á útsýnislóðum við Tónatröð á Akureyri, vegna ákvörðunar Minjastofnunar um að ekki megi fjarlægja aldursfriðað hús sem fyrir er. Hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð á Akureyri, fyrir neðan húsnæði spítalans, voru kynntar í nóvember á síðasta ári. Þá var gert ráð fyrir fimm tröppuðum þaksvalahúsum, alls 69 íbúðum í fjórum stærðarflokkum. Tekist hefur verið á um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Til að mynda bárust 113 athugasemdir til skipulagsyfirvalda þegar skipulagslýsing vegna breytinga á skipulagi var auglýst. Uppbyggingin gerði ráð fyrir að Sóttvarnarhúsið svokallaða, sem byggt var á árunum 1905 til 1906, yrði fjarlægt til að rýma fyrir einu af fjölsbýlishúsunum. Svæðið eins og það lítur út í dag.Yrki arkitektar Minjastofnun féllst hins vegar nýverið ekki á að húsið yrði rifið eða fjarlægt, á þeim grundvelli að húsið hefði töluvert varðveislugildi. Engu að síður var það mat Minjastofnunar að mögulegt væri að skipuleggja nýja íbúabyggð við Tónatröð, án þess að húsið yrði flutt af sínum stað. Í síðustu viku voru lögð fram ný drög að uppbyggingu í ljósi ákvörðunar Minjastofnunar. Er samkvæmt drögunum nú gert ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum og að Sóttvarnarhúsið svokallaða verði áfram á sínum stað. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í síðustu viku. Þar var tekin ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun um framhald málsins, þar til nýtt skipulagsráð hafi tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum, sem haldnar verða næsta laugardag. Skipulag Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð á Akureyri, fyrir neðan húsnæði spítalans, voru kynntar í nóvember á síðasta ári. Þá var gert ráð fyrir fimm tröppuðum þaksvalahúsum, alls 69 íbúðum í fjórum stærðarflokkum. Tekist hefur verið á um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Til að mynda bárust 113 athugasemdir til skipulagsyfirvalda þegar skipulagslýsing vegna breytinga á skipulagi var auglýst. Uppbyggingin gerði ráð fyrir að Sóttvarnarhúsið svokallaða, sem byggt var á árunum 1905 til 1906, yrði fjarlægt til að rýma fyrir einu af fjölsbýlishúsunum. Svæðið eins og það lítur út í dag.Yrki arkitektar Minjastofnun féllst hins vegar nýverið ekki á að húsið yrði rifið eða fjarlægt, á þeim grundvelli að húsið hefði töluvert varðveislugildi. Engu að síður var það mat Minjastofnunar að mögulegt væri að skipuleggja nýja íbúabyggð við Tónatröð, án þess að húsið yrði flutt af sínum stað. Í síðustu viku voru lögð fram ný drög að uppbyggingu í ljósi ákvörðunar Minjastofnunar. Er samkvæmt drögunum nú gert ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum og að Sóttvarnarhúsið svokallaða verði áfram á sínum stað. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs í síðustu viku. Þar var tekin ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun um framhald málsins, þar til nýtt skipulagsráð hafi tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum, sem haldnar verða næsta laugardag.
Skipulag Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00