Mæta mikilli eftirspurn með glæsilegri verslun Hobby & Sport 11. maí 2022 12:07 Bjargey Anna Gísladóttir, eigandi Hobby & Sport á Akureyri segir fólk greinilega komið í sumarskap. „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Eftir að hafa spjallað við viðskiptavinina finnum við að það var greinilega mikil eftirspurn eftir þeim áherslum sem búðin okkar býður upp á. Við bjóðum upp á vandaðar vörur á góðu verði. Akureyringar eru mjög duglegir að stunda allskonar útivist og það er hvetjandi fyrir okkur að halda vel á spöðunum og gera okkar besta til að anna allri eftirspurn. Við erum mjög spennt fyrir komandi sumri,“ segir Bjargey Anna Gísladóttir, eigandi Hobby & Sport á Akureyri en verslunin var opnuð í glæsilegu rými á Glerártorgi í nóvember síðastliðnum. Fjölbreytt úrval útivistarvara og útileikfanga „Við reynum að bjóða upp á eins fjölbreytt vöruúrval og við getum svo flestir finni eitthvað tengt sínu áhugamáli. Sem dæmi má nefna hlaupahjól, línu- og hjólaskauta, vörur fyrir fjallahjól, hjálmar og hlífðarbúnaður fyrir allan aldur, sólgleraugu fyrir útivistarfólk og fjarstýrða bíla. Okkar stærstu merki eru Kids Ride Shotgun, DJI, Chilli Pro Scooter, Cratoni, Traxxas, Nidecker og Jones,“ útskýrir Bjargey. Nýja verslunin þekur 120 fermetra og segir Bjargey það stórkostlega breytingu frá því sem áður var en Hobby & Sport hóf starfsemi á netinu og þá undir heitinu Krakkasport. Þá var áherslan á vörum fyrir krakka en nú spannar úrvalið fjölbreyttar útivistarvörur fyrir allan aldur. „Það var stórt stökk að opna búðina á Glerártorgi en algjörlega þess virði,“ segir Bjargey „Upphaflega átti þetta bara að vera netverslun en sú hugmynd vatt hratt upp á sig. Lagerinn tók mikið pláss svo við komum okkur fyrir í iðnaðarbili að Njarðarnesi síðasta sumar og höfðum opið tvo tíma á dag. Það kom skemmtileg á óvart hve margir gerður sér ferð þangað til að kíkja á úrvalið hjá okkur og því tókum við þá ákvörðun um að opna á Glerártorgi,“ segir Bjargey. Hobby og sport heldur að sjálfssögðu einnig úti netverslun og sendir vörur daglega um allt land. „Allar pantanir sem fara yfir 5000 krónur sendum við frítt.“ Gömlu góðu hjólaskautarnir vinsælir Bjargey segir mikið að gera og greinilegt að fólk er komið í sumarskap. „Það er svolítið fjölbreytilegt hvaða vöruflokkur nýtur mestra vinsælla en um þessar mundir er fólk greinilega að huga að útivist sumarsins og koma því allar sumarvörur fyrir krakka sterkt inn og þá allra helst Shotgun barnasætin sem eru bæði fáanleg fyrir rafknúin og hefðbundin hjól. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað gömlu góðu hjólaskautarnir eru orðnir vinsælir á ný hjá mjög breiðum aldurshópum,“ segir Bjargey. Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á hobbyogsport.is Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Fjölbreytt úrval útivistarvara og útileikfanga „Við reynum að bjóða upp á eins fjölbreytt vöruúrval og við getum svo flestir finni eitthvað tengt sínu áhugamáli. Sem dæmi má nefna hlaupahjól, línu- og hjólaskauta, vörur fyrir fjallahjól, hjálmar og hlífðarbúnaður fyrir allan aldur, sólgleraugu fyrir útivistarfólk og fjarstýrða bíla. Okkar stærstu merki eru Kids Ride Shotgun, DJI, Chilli Pro Scooter, Cratoni, Traxxas, Nidecker og Jones,“ útskýrir Bjargey. Nýja verslunin þekur 120 fermetra og segir Bjargey það stórkostlega breytingu frá því sem áður var en Hobby & Sport hóf starfsemi á netinu og þá undir heitinu Krakkasport. Þá var áherslan á vörum fyrir krakka en nú spannar úrvalið fjölbreyttar útivistarvörur fyrir allan aldur. „Það var stórt stökk að opna búðina á Glerártorgi en algjörlega þess virði,“ segir Bjargey „Upphaflega átti þetta bara að vera netverslun en sú hugmynd vatt hratt upp á sig. Lagerinn tók mikið pláss svo við komum okkur fyrir í iðnaðarbili að Njarðarnesi síðasta sumar og höfðum opið tvo tíma á dag. Það kom skemmtileg á óvart hve margir gerður sér ferð þangað til að kíkja á úrvalið hjá okkur og því tókum við þá ákvörðun um að opna á Glerártorgi,“ segir Bjargey. Hobby og sport heldur að sjálfssögðu einnig úti netverslun og sendir vörur daglega um allt land. „Allar pantanir sem fara yfir 5000 krónur sendum við frítt.“ Gömlu góðu hjólaskautarnir vinsælir Bjargey segir mikið að gera og greinilegt að fólk er komið í sumarskap. „Það er svolítið fjölbreytilegt hvaða vöruflokkur nýtur mestra vinsælla en um þessar mundir er fólk greinilega að huga að útivist sumarsins og koma því allar sumarvörur fyrir krakka sterkt inn og þá allra helst Shotgun barnasætin sem eru bæði fáanleg fyrir rafknúin og hefðbundin hjól. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað gömlu góðu hjólaskautarnir eru orðnir vinsælir á ný hjá mjög breiðum aldurshópum,“ segir Bjargey. Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á hobbyogsport.is
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira