Klopp: Erfitt að mæta úthvíldum Son og Kane Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 21:57 Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vel ásættanlegt að gera jafntefli við ferskt lið Tottenham Hotspur en aftur á móti er hann ekki sáttur við úrslitin. „Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira