Klopp: Erfitt að mæta úthvíldum Son og Kane Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 21:57 Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vel ásættanlegt að gera jafntefli við ferskt lið Tottenham Hotspur en aftur á móti er hann ekki sáttur við úrslitin. „Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira