Klopp: Erfitt að mæta úthvíldum Son og Kane Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 21:57 Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vel ásættanlegt að gera jafntefli við ferskt lið Tottenham Hotspur en aftur á móti er hann ekki sáttur við úrslitin. „Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira