„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 20:19 Í greininni endurtekur Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, áróður stjórnvalda í Moskvu á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í stórfelldu áróðursstríði. Stöð 2/Arnar „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira