Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. 

Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina í dag, fyrstur erlendra þjóðhöfðingja. Í ávarpinu hvatti Selenskí yfirvöld á Íslandi til að styðja áfram við Úkraínu vegna innrás Rússa í ríkið.

Stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í Laugardal verði lokið árið 2025. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar undirrituðu í dag.

Við ræðum við kjósendur á Austurlandi sem segja alvarlegan húsnæðisskort á svæðinu. Þeir segja að Seyðfirðingar verði ekki í rónni fyrr en byrjað verður að sprengja fyrir Fjarðarheiðargöngum. Frambjóðendur boða uppbyggingarskeið.

Þá tökum við púlsinn á Skagfirðingum sem streymt hafa í bæinn í dag vegna leiks Tindastóls og Vals sem fram fer í kvöld og ræðum við hjón í Árborg sem ferðast um á rafmagnsþríhlaupahjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×