Það voru Moisés Caicedo Corozo, Cucurella, Pascal Groß og Leandro Trossard sem skoruðu mörk Brighton í leiknum.
Hvorugt liðið hafði að miklu að keppa í þessum leik en Brighton siglir lygnan sjó og Manchester United hefur kastað frá sér möguleikanum að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Þetta var næstsíðasti leikur þar sem Ralf Rangnick heldur um stjórnartaumana hjá Manchester United en Erik ten Hag tekur við keflinu af honum í sumar.
Leikmenn Manchester United virðast ekki geta beðið eftir því að komast í sumarfrí og ljóst að það verður verk að vinna hjá hollenska knattspyrnustjóranum að færa Manchester United nær toppliðum deildarinnar.