Loftslagsbreytingar ógna tilvist keisaramörgæsarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 13:36 Keisaramörgæsapar með unga sínum við Weddel-haf á Suðurskautslandinu. Vísir/Getty Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsartegund á jörðinni, er í bráðri hættu á að deyja út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum vegna loftslagsbreytinga. Stofnun hefur þegar orðið fyrir miklum áföllum vegna hops hafíssins við Suðurskautslandið. Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á. Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á.
Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44