Vaktin: Gagnárásir Úkraínumanna við Kharkiv verða sífellt umfangsmeiri Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2022 06:31 Frá víglínunum í Austur-Úkraínu. Getty/Narciso Contreras Evrópusambandið hyggst bæta Alina Kabaevu, fyrrverandi fimleikastjörnu, á lista yfir þá einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum en hún er sögð vera kærasta Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira