„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 21:38 Úr dómsal þegar aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni stóð yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira