Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 22:45 Jürgen Klopp var vitaskuld ánægður eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. „Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
„Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti