Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:16 Breytingar á steypukafla byggingarreglugerðar gætu haft í för með sér verulegan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu. Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit. Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit.
Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira