Alhvít jörð á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 11:57 Snjórinn var farinn, en er kominn aftur. Vísir/Tryggvi Hvít jörð beið Akureyringa og nærsveitunga þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Frekari kuldi er í kortunum næstu daga en Akureyringar geta þó huggað sig við að það á að hlýna um og eftir helgi. Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“ Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Það byrjaði að snjóa í nótt og þegar Akureyringar litu út um gluggana í morgun beið þeirra óvæntur gestur, alhvít jörð og snævi þakin tré, sem eru farin að kvikna til lífs að nýju eftir veturinn. Snjórinn mun þó reyndar ekki staldra lengi við. „Það hlýnar örugglega um eina til tvær gráður eftir því sem líður á daginn þannig að þetta tekur að mestu leyti upp en svo kólnar aftur í kvöld. Það ætti að taka að mestu leyti yfir daginn,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Eftir tiltölulega snjólítinn vetur hefur vorið verið með ágætasta móti á Akureyri og því viðbúið að snjórinn hafi ekki verið neitt sérstaklega velkominn í nótt. „Meðalhitinn frá páskum er búinn að vera vel yfir meðallagi. Það er alltaf erfitt þegar vorar svona snemma þá er svo erfitt þegar koma þessir köldu kaflar inn á milli,“ segir Óli Jón. Grasið er farið að grænka en er nú þakið hvítu teppi.Vísir/Tryggvi Það er frekari kuldi í kortunum næstu daga og það gæti snjóað meira á fimmtudaginn. „Seinni hluti fimmtudags og fram á kvöld gæti kannski gefið mestu úrkomuna. Það er það kalt loft yfir landinu þá að það er ekkert ólíklegt að það verði slydda eða snjókoma,“ segir Óli Jón. Svona var staðan á Akureyri í morgun.Vísir/Tryggvi Um helgina horfir þó til betri tíðar. „Já, það hlýnar ágætlega og svo hlýnar enn meira eftir helgi sýnist mér þannig að þetta er allt saman að bresta á.“
Veður Akureyri Tengdar fréttir Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31 Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Völlurinn snævi þakinn og þjálfari Þórs/KA ekki lengur svekktur Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum í Bestu deild kvenna á þessari leiktíð. Leikið verður innandyra á Akureyri í kvöld. 3. maí 2022 10:31
Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3. maí 2022 07:41