Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 19:47 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Egill Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. Verðbólga hér á landi hefur hækkað upp í 7,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010, þegar hún nam 7,5 prósentum. Stýrivextir gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR sagði í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum að slíkt komi sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlaði til peningastefnunefndar Seðlabankans að finna aðrar leiðir. Verkefnastjóri verðbólgueftirlits ASÍ sagði þá í kvöldfréttum að verðbólgan mælist á mjög breiðum grundvelli. Verðbólguna megi því nema í mörgum vöruflokkum en líka þjónustu. „Það sem er að hækka mest í verði er bensín, húsnæði og svo er matvara að hækka töluvert mikið í verði. Við erum líka að sjá töluverðar verðhækkanir á ýmissi þjónustu, þar á meðal á opinberri þjónustu,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð hvort búast megi við enn meiri hækkun verðbólgu segir hún það velta á viðbrögðum stjórnvalda. „Það fer auðvitað bara eftir því hvað stjórnvöld gera, bæði hvað varðar hækkanir á húsnæði og eins hvað varðar hækkanir á opinberum gjöldum. Það skýtur dálítið skökku við að opinber þjónusta sé að hækka svona mikið á tímum sem þessum. En þá veltur það líka á því hvað fyrirtækin gera,“ sagði Auður. Hún segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og með mun sterkari hætti. Þó velti verðlagshækkanir ekki aðeins á þeim. „Það er mjög furðulegt að sjá fyrirtæki hækka verð, eins og stórar matvöruverslanir, á sama tíma og er tilkynnt um margra milljarða króna hagnað hjá þessum fyrirtækjum, sem við sáum núna í vikunni,“ sagði Auður. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun koma saman á miðvikudag og tilkynna hversu mikið stýrivextir bankans hækka við næstu vaxtaákvörðun. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir að hækkunin muni vera um hálft til eitt prósentustig. Neytendur Efnahagsmál Verslun Verðlag Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25 Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. 26. apríl 2022 12:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Verðbólga hér á landi hefur hækkað upp í 7,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010, þegar hún nam 7,5 prósentum. Stýrivextir gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR sagði í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum að slíkt komi sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlaði til peningastefnunefndar Seðlabankans að finna aðrar leiðir. Verkefnastjóri verðbólgueftirlits ASÍ sagði þá í kvöldfréttum að verðbólgan mælist á mjög breiðum grundvelli. Verðbólguna megi því nema í mörgum vöruflokkum en líka þjónustu. „Það sem er að hækka mest í verði er bensín, húsnæði og svo er matvara að hækka töluvert mikið í verði. Við erum líka að sjá töluverðar verðhækkanir á ýmissi þjónustu, þar á meðal á opinberri þjónustu,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð hvort búast megi við enn meiri hækkun verðbólgu segir hún það velta á viðbrögðum stjórnvalda. „Það fer auðvitað bara eftir því hvað stjórnvöld gera, bæði hvað varðar hækkanir á húsnæði og eins hvað varðar hækkanir á opinberum gjöldum. Það skýtur dálítið skökku við að opinber þjónusta sé að hækka svona mikið á tímum sem þessum. En þá veltur það líka á því hvað fyrirtækin gera,“ sagði Auður. Hún segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og með mun sterkari hætti. Þó velti verðlagshækkanir ekki aðeins á þeim. „Það er mjög furðulegt að sjá fyrirtæki hækka verð, eins og stórar matvöruverslanir, á sama tíma og er tilkynnt um margra milljarða króna hagnað hjá þessum fyrirtækjum, sem við sáum núna í vikunni,“ sagði Auður. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun koma saman á miðvikudag og tilkynna hversu mikið stýrivextir bankans hækka við næstu vaxtaákvörðun. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir að hækkunin muni vera um hálft til eitt prósentustig.
Neytendur Efnahagsmál Verslun Verðlag Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25 Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. 26. apríl 2022 12:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Útlánaskrið gæti hvatt Seðlabankann enn frekar til að grípa fast í taumana Kraftmikill útlánavöxtur bankanna í mars er enn eitt merkið um að efnahagsumsvif séu meiri en áður var búist við og því eru auknar líkur á því að Seðlabanki Íslands bregðist harkalega við aukinni verðbólgu á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá markaðsviðskiptum Arion banka. 26. apríl 2022 12:01
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“