Tryggðu toppsætið og brutu 100 marka múrinn með stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2022 18:15 Fulham raðaði inn mörkum. Clive Rose/Getty Images Fulham tryggði sér endanlega sigur í ensku B-deildinni með öruggum 7-0 sigri á Luton Town í kvöld. Nokkuð er síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en nú er toppsætið loks öruggt. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira