Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 12:41 Frá Norðurfirði á Ströndum. Um þrjátíu strandveiðibátar lönduðu þar í fyrra. Egill Aðalsteinsson. Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum: Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum:
Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30