Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 12:01 Kári Kristján Kristjánsson kom til að ræða við stuðningsmenn svo að hægt væri að koma leiknum aftur í gang. Stöð 2 Sport Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14
„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19