Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 12:01 Kári Kristján Kristjánsson kom til að ræða við stuðningsmenn svo að hægt væri að koma leiknum aftur í gang. Stöð 2 Sport Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14
„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19