Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 10:29 Ingólfur punktar hjá sér á meðan Sindri ræðir við blaðamann. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummæli Sindra sem tekist er á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Ingólfur við hlið Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns sem gætir hagsmuna hans í málinu.Vísir/Vilhelm Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs sagði í greinargerð sinni að ummælin væru klárt brot á hegningarlögum enda væru þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Ingólfur Þórarinsson í dómsal. Kjartan Björgvinsson dómari í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Aðalmeðferðin hófst klukkan tíu og er reiknað með að hún standi til klukkan 14 miðað við dagskrána á vefsíðu héraðsdóms. Dómsmál Samfélagsmiðlar Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 „Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummæli Sindra sem tekist er á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Ingólfur við hlið Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns sem gætir hagsmuna hans í málinu.Vísir/Vilhelm Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs sagði í greinargerð sinni að ummælin væru klárt brot á hegningarlögum enda væru þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Ingólfur Þórarinsson í dómsal. Kjartan Björgvinsson dómari í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Aðalmeðferðin hófst klukkan tíu og er reiknað með að hún standi til klukkan 14 miðað við dagskrána á vefsíðu héraðsdóms.
Ummæli Sindra sem tekist er á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 „Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03
„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent