Fær bætur eftir að hafa slasast við fall úr gölluðum hárgreiðslustól Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 09:51 Slysið varð árið 2017 þegar konan var að hagræða sér í stólnum og armurinn brotnaði. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofu eftir að viðskiptavinur stofunnar slasaðist eftir að hafa fallið úr stól á stofunni og á gólfið. Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent