Óskar Hrafn: Mér fannst þetta öflug frammistaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 21:48 Óskar Hran Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á FH í Bestu deild karla í Kópavogi í kvöld. Sól og blíða úti og mikil stemning í fullri stúku. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega ánægður með frammistöðu síns liðs. „Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
„Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08