Óskar Hrafn: Mér fannst þetta öflug frammistaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 21:48 Óskar Hran Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á FH í Bestu deild karla í Kópavogi í kvöld. Sól og blíða úti og mikil stemning í fullri stúku. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega ánægður með frammistöðu síns liðs. „Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
„Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08