Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 30. apríl 2022 07:24 Lík almenns borgara fannst í íbúð í þorpi sem Úkraínumenn náðu nýlega aftur á sitt vald nærri Kharkív. Sprengjuárásir Rússa halda þar áfram. AP/Felipe Dana Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira