Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 89-83 | Stólarnir á leið í úrslit Ísak Óli Traustason skrifar 30. apríl 2022 23:54 Tindastóll leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val. Jafnræði var með liðunum í upphafi og leiddu Njarðvíkingar með 9 stigum á tímabili í fyrsta leikhluta en góð karfa frá Javon Bess, leikmanni Tindastóls kom stöðunni í 27-33 þegar að leikhlutinn var allur. Sóknarleikur liðanna, þá sérstaklega Njarðvíkingar var magnaður í þessum leikhluta og voru þeir með 73% skotnýtingu utan af velli. Annar leikhluti var áfram jafn og spennandi en Njarðvík var alltaf skrefinu á undan. Það hægðist þó á sóknarleik þeirra þar sem þeir skora 14 stig í fjórðungnum á móti 18 hjá heimamönnum. Staðan í hálfleik 45-47 Njarðvík í vil. Stemmningin í Síkinu var mögnuð en 1.200 áhorfendur voru á leiknum. Þriðji leikhluti var góður hjá Tindasól. Þriggja stiga karfa og víti að auki sem fór ofan í hjá Arnari Björnssyni, leikmanni Tindastóls kom muninum í 7 stig undir lok leikhlutans. Njarðvík aftur í smá brasi sóknarlega og voru skotin farin að vera stutt hjá þeim. Staðan fyrir loka fjórðunginn 68-61. Tindastóll byrjaði fjórða leikhlutan af krafti og á tímabili leiddu þeir leikinn með 14 stigum. Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru góðir á þessum kafla fyrir Tindastól. Njarðvíkingar voru hins vegar klókir og komu sér aftur inn í leikinn, Nicolas Richotti, leikmaður Njarðvíkur kom muninum niður í 2 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og þá tók Baldur þjálfari Tindastóls leikhlé. Eftir leikhléið skoraði Zoran Vrkic, leikmaður Tindastóls góða körfu og Stólarnir voru á þessum tímapunkti að ná stoppi í vörn sinni. Zoran Vrkic setti svo niður risa stóra þriggja stiga körfu sem kom muninum upp í 9 stig og lítið eftir. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og víti frá Hauk Helga kom muninum niður í 3 stig. Zoran Vrkic fór á vítalínuna til þess að taka tvö víti þegar að 22,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann klikkaði á fyrra en það seinna fór rétta leið og Njarðvíkingar náðu ekki að skora úr sinni sókn og leik lokið. Lokatölur eftir spennandi leik, 89 – 83. Af hverju vann Tindastóll? Þeir misstu Njarðvíkinga aldrei of langt frá sér í þessum leik. Njarðvíkingar voru að spila frábærlega í sókn í fyrsta leikhluta og á köflum í leiknum en undir lokin setti Tindastóll niður stórar körfur sem reyndust þeim verðmætar. Góður þriðji leikhluti skapaði 7 stiga mun á milli liðanna, það var munur sem Njarðvík náði að minnka niður i 2 stig þegar að stutt var eftir, en þeir náðu ekki að komast aftur yfir. Gott framlag frá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og Zoran Vrkic var risa stórt en þeir til saman skora 37 stig og taka 19 fráköst af bekknum. Tindastóll tekur 14 sóknarfráköst í leiknum og vinna frákasta baráttuna 44 – 36. Hverjir stóðu upp úr? Javon Bess, leikmaður Tindastóls mætti heldur betur til leiks, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að hann var með 17 stig. Hann endaði leikinn með 20 stig og 4 stoðsendingar. Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls setti niður stór skot en hefur oft skotið betur fyrir utan þriggja stiga línuna. Zoran Vrkic og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru með dýrmætt framlag af bekknum. Hjá Njarðvík voru þeir Nicolas Richotti og Dedrick Basile bestir. Richotti endaði með 24 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Basile félagi hans var með 22 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Hvað hefði mátt betur fara? Njarðvíkingum vantaði frmalag frá Hauki Helga Pálssyni sem bersýnilega gengur ekki heill til skógar. Hann var með 6 stig í leiknum en spilaði hins vegar góða vörn á Taiwo Badmus. Skotnýting Njarðvíkinga var mögnuð eftir fyrsta leikhluta en dalaði þegar að líða tók á leikinn, skotin þeirra voru stutt þegar að líða tók á leikinn og enda þeir á því að skjóta 26% fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingum skorti það framlag sem þeir fengu af bekknum í síðasta leik en þeir fá bara 6 stig af bekknum og 4 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Val í seríu um Íslandsmeistaratitilinn og er fyrsti leikurinn í Origo höllinni næstkomandi föstudag. Njarðvíkingar fara í sumafrí. Logi Gunnarsson: Ég ætla ekki að hætta Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur.Hulda Margrét „Þetta er mjög sárt, maður hugsar um hlutina sem við gerðum rangt í hinum leikjunum líka,“ sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkinga eftir leik. „Þetta var hörku leikur allan leikinn en það voru hlutir í öðrum leikjum sem við gátum gert betur þegar að maður hugsar þetta svona til baka,“ sagði Logi. Tindastóll náði 14 stiga forustu í fjórða leikhluta. „Það var erfitt að koma til baka og við náum því ekki. Fullt credit til þeirra, þeir hittu úr risa skotum og voru með meðbyr með sér fannst mér í meiri hlutann af seríunni og þeir eiga hrós skilið og eiga skilið að fara áfram,“ sagði Logi. Njarðvík var með Fotis Lampropoulos og Mario Matasovic á bekknum í upphafi fjórða leikhluta. „Mögulega var hugsunin að hvíla byrjunarliðið í 2 – 3 mínútur fyrir síðustu mínúturnar en við höfum verið að klára bensínið svolítið,“ sagði Logi. „Það er engin ástæða til þess að hætta, ég ætla ekki að hætta,“ sagði Logi að lokum. Benedikt: Framtíðin ræðst með tíð og tíma Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var svekktur strax eftir leik. „Ég er ekkert óánægður með mitt lið, þó það hljómi einkennilega. Mér fannst við spila vel í þessari seríu,“ sagði Benedikt. „Stólarnir voru bara örlítið betri og eru að fara verðskuldað í úrslit. Frábært hjá þeim, frábært lið. Það er þvílík stemmning með þeim. Til hamingju Krókurinn og til hamingju Baldur vinur minn sem að er búinn að vera hérna í þrjú ár og er að uppskera núna,“ sagði Benedikt. Gott áhlaup Tindastóls gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir í þriðja leikhluta. „Mér fannst við stífna aðeins sóknarlega um tíma, síðan losnaði um það og við fórum að fá opin skot sem voru ekki að detta, við erum að hitta illa. Varnarlega var ég mjög ánægður með hlutina hjá okkur, mér fannst við vera að spila hörku vörn og þeir voru bara að setja erfið skot með mann í andlitinu,“ sagði Benedikt. „Sama hvort að það var Zoran hérna í lokin eða Bess í lok fyrri hálfleiks. Það var fullt af svona skotum sem duttu. Hrós á þá að hafa gæði til þess að klára svona skot,“ bætti Benedikt við. Töpuðu boltarnir og sóknarfráköstin eru dýr fyrir Njarðvíkinga en þeir tapa 12 boltum og fá á sig 14 sóknarfráköst. „Við erum búnir að fara yfir þetta í allan vetur að við erum að fá á okkur allt of mikið af sóknarfráköstum, það þýðir lítið að vera að tala um það núna. En þau voru dýr, ekki bara í þessum leik heldur mörgum leikjum.“ sagði Benedikt og bætti við að „þeir voru stundum að fá mörg sóknarfráköst í sömu sókninni og það gengur ekki.“ Þegar að Benedikt var spurður hvernig hann myndi meta tímabilið svona stuttu eftir leik sagðist hann láta aðra um að meta það en bætti við að „það er búið að afhenda þrjá titla síðan síðasta vor og við erum búnir að taka 2 þeirra en okkur langaði rosalega í þennan, þetta er sá stóri.“ Benedikt sagði að það þýddi ekki að spyrja hann um framtíðina og næsta tímabil. „Það er enginn verri að ráða í framtíðina heldur en ég. Framtíðin ræðst bara með tíð og tíma,“ sagði Benedikt og bætti við að „Valtýr Björn sagði einhvertímann að það er tímaspursmál hvenær klukkan verður meira.“ Arnar Björnsson: Vildi að allt tímabilið væri svona Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Arnar Björnsson var kátur eftir sigur sinna manna. „Þetta er það besta sem ég hef upplifaði í körfubolta, það verður ennþá betra þegar að við vinnum titilinn,“ sagði Arnar. „Þetta eru alvöru stuðningsmenn, maður er orðlaus og þeir eiga allt skilið þessir gaurar og fólkið hérna í bæjarfélaginu og við gerum allt til þess að gefa þeim það sem þau eiga skilið,“ sagði Arnar. „Spennustigið var svolítið hátt og við vorum í of mikilli óreiðu til þess að byrja með, en svo hertum við okkur í vörninni og mér fannst þeir orðnir þreyttir og við náðum að halda tempói,“ sagði Arnar. Tindastóll eru búnir að spila 5 leikja seríu við Keflavík og 4 leikja seríu við Njarðvík, þegar að Arnar var spurður hvort hann væri að finna fyrir einhverri þreytu svaraði hann að „ég vildi að allt tímabilið væri svona.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val. Jafnræði var með liðunum í upphafi og leiddu Njarðvíkingar með 9 stigum á tímabili í fyrsta leikhluta en góð karfa frá Javon Bess, leikmanni Tindastóls kom stöðunni í 27-33 þegar að leikhlutinn var allur. Sóknarleikur liðanna, þá sérstaklega Njarðvíkingar var magnaður í þessum leikhluta og voru þeir með 73% skotnýtingu utan af velli. Annar leikhluti var áfram jafn og spennandi en Njarðvík var alltaf skrefinu á undan. Það hægðist þó á sóknarleik þeirra þar sem þeir skora 14 stig í fjórðungnum á móti 18 hjá heimamönnum. Staðan í hálfleik 45-47 Njarðvík í vil. Stemmningin í Síkinu var mögnuð en 1.200 áhorfendur voru á leiknum. Þriðji leikhluti var góður hjá Tindasól. Þriggja stiga karfa og víti að auki sem fór ofan í hjá Arnari Björnssyni, leikmanni Tindastóls kom muninum í 7 stig undir lok leikhlutans. Njarðvík aftur í smá brasi sóknarlega og voru skotin farin að vera stutt hjá þeim. Staðan fyrir loka fjórðunginn 68-61. Tindastóll byrjaði fjórða leikhlutan af krafti og á tímabili leiddu þeir leikinn með 14 stigum. Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru góðir á þessum kafla fyrir Tindastól. Njarðvíkingar voru hins vegar klókir og komu sér aftur inn í leikinn, Nicolas Richotti, leikmaður Njarðvíkur kom muninum niður í 2 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og þá tók Baldur þjálfari Tindastóls leikhlé. Eftir leikhléið skoraði Zoran Vrkic, leikmaður Tindastóls góða körfu og Stólarnir voru á þessum tímapunkti að ná stoppi í vörn sinni. Zoran Vrkic setti svo niður risa stóra þriggja stiga körfu sem kom muninum upp í 9 stig og lítið eftir. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og víti frá Hauk Helga kom muninum niður í 3 stig. Zoran Vrkic fór á vítalínuna til þess að taka tvö víti þegar að 22,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann klikkaði á fyrra en það seinna fór rétta leið og Njarðvíkingar náðu ekki að skora úr sinni sókn og leik lokið. Lokatölur eftir spennandi leik, 89 – 83. Af hverju vann Tindastóll? Þeir misstu Njarðvíkinga aldrei of langt frá sér í þessum leik. Njarðvíkingar voru að spila frábærlega í sókn í fyrsta leikhluta og á köflum í leiknum en undir lokin setti Tindastóll niður stórar körfur sem reyndust þeim verðmætar. Góður þriðji leikhluti skapaði 7 stiga mun á milli liðanna, það var munur sem Njarðvík náði að minnka niður i 2 stig þegar að stutt var eftir, en þeir náðu ekki að komast aftur yfir. Gott framlag frá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og Zoran Vrkic var risa stórt en þeir til saman skora 37 stig og taka 19 fráköst af bekknum. Tindastóll tekur 14 sóknarfráköst í leiknum og vinna frákasta baráttuna 44 – 36. Hverjir stóðu upp úr? Javon Bess, leikmaður Tindastóls mætti heldur betur til leiks, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að hann var með 17 stig. Hann endaði leikinn með 20 stig og 4 stoðsendingar. Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls setti niður stór skot en hefur oft skotið betur fyrir utan þriggja stiga línuna. Zoran Vrkic og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru með dýrmætt framlag af bekknum. Hjá Njarðvík voru þeir Nicolas Richotti og Dedrick Basile bestir. Richotti endaði með 24 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Basile félagi hans var með 22 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Hvað hefði mátt betur fara? Njarðvíkingum vantaði frmalag frá Hauki Helga Pálssyni sem bersýnilega gengur ekki heill til skógar. Hann var með 6 stig í leiknum en spilaði hins vegar góða vörn á Taiwo Badmus. Skotnýting Njarðvíkinga var mögnuð eftir fyrsta leikhluta en dalaði þegar að líða tók á leikinn, skotin þeirra voru stutt þegar að líða tók á leikinn og enda þeir á því að skjóta 26% fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingum skorti það framlag sem þeir fengu af bekknum í síðasta leik en þeir fá bara 6 stig af bekknum og 4 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Val í seríu um Íslandsmeistaratitilinn og er fyrsti leikurinn í Origo höllinni næstkomandi föstudag. Njarðvíkingar fara í sumafrí. Logi Gunnarsson: Ég ætla ekki að hætta Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur.Hulda Margrét „Þetta er mjög sárt, maður hugsar um hlutina sem við gerðum rangt í hinum leikjunum líka,“ sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkinga eftir leik. „Þetta var hörku leikur allan leikinn en það voru hlutir í öðrum leikjum sem við gátum gert betur þegar að maður hugsar þetta svona til baka,“ sagði Logi. Tindastóll náði 14 stiga forustu í fjórða leikhluta. „Það var erfitt að koma til baka og við náum því ekki. Fullt credit til þeirra, þeir hittu úr risa skotum og voru með meðbyr með sér fannst mér í meiri hlutann af seríunni og þeir eiga hrós skilið og eiga skilið að fara áfram,“ sagði Logi. Njarðvík var með Fotis Lampropoulos og Mario Matasovic á bekknum í upphafi fjórða leikhluta. „Mögulega var hugsunin að hvíla byrjunarliðið í 2 – 3 mínútur fyrir síðustu mínúturnar en við höfum verið að klára bensínið svolítið,“ sagði Logi. „Það er engin ástæða til þess að hætta, ég ætla ekki að hætta,“ sagði Logi að lokum. Benedikt: Framtíðin ræðst með tíð og tíma Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var svekktur strax eftir leik. „Ég er ekkert óánægður með mitt lið, þó það hljómi einkennilega. Mér fannst við spila vel í þessari seríu,“ sagði Benedikt. „Stólarnir voru bara örlítið betri og eru að fara verðskuldað í úrslit. Frábært hjá þeim, frábært lið. Það er þvílík stemmning með þeim. Til hamingju Krókurinn og til hamingju Baldur vinur minn sem að er búinn að vera hérna í þrjú ár og er að uppskera núna,“ sagði Benedikt. Gott áhlaup Tindastóls gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir í þriðja leikhluta. „Mér fannst við stífna aðeins sóknarlega um tíma, síðan losnaði um það og við fórum að fá opin skot sem voru ekki að detta, við erum að hitta illa. Varnarlega var ég mjög ánægður með hlutina hjá okkur, mér fannst við vera að spila hörku vörn og þeir voru bara að setja erfið skot með mann í andlitinu,“ sagði Benedikt. „Sama hvort að það var Zoran hérna í lokin eða Bess í lok fyrri hálfleiks. Það var fullt af svona skotum sem duttu. Hrós á þá að hafa gæði til þess að klára svona skot,“ bætti Benedikt við. Töpuðu boltarnir og sóknarfráköstin eru dýr fyrir Njarðvíkinga en þeir tapa 12 boltum og fá á sig 14 sóknarfráköst. „Við erum búnir að fara yfir þetta í allan vetur að við erum að fá á okkur allt of mikið af sóknarfráköstum, það þýðir lítið að vera að tala um það núna. En þau voru dýr, ekki bara í þessum leik heldur mörgum leikjum.“ sagði Benedikt og bætti við að „þeir voru stundum að fá mörg sóknarfráköst í sömu sókninni og það gengur ekki.“ Þegar að Benedikt var spurður hvernig hann myndi meta tímabilið svona stuttu eftir leik sagðist hann láta aðra um að meta það en bætti við að „það er búið að afhenda þrjá titla síðan síðasta vor og við erum búnir að taka 2 þeirra en okkur langaði rosalega í þennan, þetta er sá stóri.“ Benedikt sagði að það þýddi ekki að spyrja hann um framtíðina og næsta tímabil. „Það er enginn verri að ráða í framtíðina heldur en ég. Framtíðin ræðst bara með tíð og tíma,“ sagði Benedikt og bætti við að „Valtýr Björn sagði einhvertímann að það er tímaspursmál hvenær klukkan verður meira.“ Arnar Björnsson: Vildi að allt tímabilið væri svona Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Arnar Björnsson var kátur eftir sigur sinna manna. „Þetta er það besta sem ég hef upplifaði í körfubolta, það verður ennþá betra þegar að við vinnum titilinn,“ sagði Arnar. „Þetta eru alvöru stuðningsmenn, maður er orðlaus og þeir eiga allt skilið þessir gaurar og fólkið hérna í bæjarfélaginu og við gerum allt til þess að gefa þeim það sem þau eiga skilið,“ sagði Arnar. „Spennustigið var svolítið hátt og við vorum í of mikilli óreiðu til þess að byrja með, en svo hertum við okkur í vörninni og mér fannst þeir orðnir þreyttir og við náðum að halda tempói,“ sagði Arnar. Tindastóll eru búnir að spila 5 leikja seríu við Keflavík og 4 leikja seríu við Njarðvík, þegar að Arnar var spurður hvort hann væri að finna fyrir einhverri þreytu svaraði hann að „ég vildi að allt tímabilið væri svona.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti