Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sindri Sindrason les fréttirnar í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttirnar í kvöld. Vísir/Vilhelm

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi hvað væri í vændum með sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum einnig í beinni frá félagsfundi Eflingar í Egilshöll og förum yfir stöðu mála í Úkraínu. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt.

Þá verður rætt við ríkislögreglustjóra um rannsóknir á vændiskaupum en meirihluti slíkra mála er felldur niður eftir rannsókn. Einnig skoðum við vatnsskemmdir í Listaháskóla Íslands og kíkjum á litrík og afar krúttleg lömb í Ölfusi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×