Pavel hefur fagnað sigri í öllum átta undanúrslitaeinvígum sínum frá og með 2011 tímabilinu með KR.
Pavel féll síðast úr leik í undanúrslitum eftir dramatískt tap á móti Snæfelli í oddaleik 15. apríl 2010.
Hann varð Íslandsmeistari með KR 2011 en fór síðan í tvö ár í atvinnumennsku í Svíþjóð.
Eftir að Pavel kom aftur heim í KR fyrir 2013-14 tímabilið þá unnu KR-ingar sex Íslandsmeistaratitla í röð.
Þetta er þriðja tímabil Pavel með Val. Það fyrsta var engin úrslitakeppni vegna COVID-19 og í fyrra þá datt Valsliðið út í oddaleik í átta liða úrslitum.
Nú sló liðið aftur á móti bikarmeistara Stjörnunnar út í átta liða úrslitum og fylgdi eftir með því að sópa Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn út í gær.
- Síðustu níu undanúrslitaeinvígi hjá Pavel Ermolinskij:
- 2022 með Val: 3-0 sigur á Þór Þorl.
- 2019 með KR: 3-1 sigur á Þór Þorl.
- 2018 með KR: 3-1 sigur á Haukum
- 2017 með KR: 3-1 sigur á Keflavík
- 2016 með KR: 3-2 sigur á Njarðvík
- 2015 með KR: 3-2 sigur á Njarðvík
- 2014 með KR: 3-1 sigur á Stjörnunni
- 2011 með KR: 3-2 sigur á Keflavík
- 2010 með KR: 2-3 tap á móti Snæfelli