Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2022 17:30 Anna Eiríksdóttir er pistlahöfundur á Lífinu á Vísi. Hún hefur starfað við hreyfingu frá 18 ára aldri. Samsett Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. Hafragrautur er hollur og góður og hægt að gera allskonar ólíkar útgáfur af honum. Ég ætla að deila með ykkur þremur ólíkum útgáfum af graut þar sem hafraflögur eru uppistaðan. Hafraflögurnar eru meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja og innihalda þar að auki ýmiss vítamín og steinefni. Grunnurinn er því afar góður. Allar uppskriftirnar og margar fleiri má finna á síðunni Anna Eiríks. Ofnbakaður hafragrautur í ýmsum útfærslum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið en hérna deili ég með ykkur minni útgáfu. Bakaðir hafrar Bakaður hafragrautur er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum þessa dagana og auðvitað varð ég að prófa eins og allir hinir. Þessi uppskrift er einföld og góð sem smá vanillufíling en það er hægt að leika sér með endalausar útfærslur sem ég á eflaust eftir að deila með ykkur! Fyrir: 1 Undirbúningur: 5 mínútur 1 banani 1 egg 1 dl haframjöl 1/2 dl möndlumjólk 1/4 tsk vínsteinslyftiduft (Vanilluprótein ef vill) Smá Akasíu hunang og ber á toppinn Aðferð: Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í um það bil 10 til 12 mínútur. Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel. Anna Eiríks Það er líka mjög sniðugt að útbúa graut og láta hann standa í ísskáp yfir nótt og borða daginn eftir og þá er chia fræjum oft bætt við en chia fræ eru afar næringarrík, þau eru til dæmis stútfull af próteinum, omega 3 fitusýrum og andoxunarefnum. Hérna er einföld og góð uppskrift af slíkum graut. Kaldur hafragrautur Þessi grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldinu áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Hann er hollur og dásamlega góður. Fyrir: 1 Undirbúningur: 5 mínútur Innihald: 1 1/2 dl tröllahafrar 2 dl möndlumjólk 1 msk chia fræ 1/2 dl lífrænt kókosmjöl 2 góðar msk grísk jógúrt (mér finnst með vanillu og kókos frá Örnu æði) Smá skvetta Akasíu hunang Hindber á toppinn Aðferð: Blandið öllu saman í glerkrukku og hrærið vel. Setjið smá Akasíu hunang ofan á og svo hindber (eða þau ber sem þið eigið til). Setjið krukkuna inn í ísskáp og látið standa yfir nótt. Einfaldara gerist það ekki! Anna Eiríks Síðast en ekki síst deili ég með ykkur frábærum graut sem er soðinn í potti en er ekki alveg þessi hefðbundni grautur sem flestir þekkja en alveg dásamlega góður. Njótið vel! Kókosgrautur Þessi grautur er dásamleg útgáfa af hafragraut og í rauninni jafn góður kaldur daginn eftir. Hafragrautur er saðsamur og gefur góða orku fyrir daginn og því varla hægt að byrja daginn betur. Ég fékk hugmyndina að þessum graut frá ómótstæðilegu Ellu (Deliciously Ella) sem mér finnst alltaf með svo girnilegar og hollar uppskriftir. Fyrir: 1 Undirbúningur: 5 mínútur Innihald: 1 dl haframjöl 2 dl kókosmjólk í fernu 1/2 dl kókosmjöl 1/2 dl hakkaðar möndlur Akasíu hunang og ber Aðferð: Setjið haframjöl og kókosmjólkina í pott og sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til grauturinn hefur þykknað. Blandið kókosmjölinu og hökkuðu möndlunum saman við og hrærið öllu vel saman. Njótið með berjum og smá akasíu hunangi! Anna Eiríks Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Hún starfar sem deildarstjóri hjá Hreyfingu og er eigandi vefsins annaeiriks.is sem býður upp á fjarþjálfun og heilsusamlegar uppskriftir. Anna hefur þjálfað fólk í rúm 25 ár og er þáttastjórnandi æfingaþáttanna Hreyfum okkur saman sem notið hafa mikilla vinsælda hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Alla þættina má finna HÉR á Vísi. Hér er hægt að fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram. Anna Eiríks Heilsa Matur Uppskriftir Morgunmatur Tengdar fréttir Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi. 14. apríl 2022 09:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Hafragrautur er hollur og góður og hægt að gera allskonar ólíkar útgáfur af honum. Ég ætla að deila með ykkur þremur ólíkum útgáfum af graut þar sem hafraflögur eru uppistaðan. Hafraflögurnar eru meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja og innihalda þar að auki ýmiss vítamín og steinefni. Grunnurinn er því afar góður. Allar uppskriftirnar og margar fleiri má finna á síðunni Anna Eiríks. Ofnbakaður hafragrautur í ýmsum útfærslum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið en hérna deili ég með ykkur minni útgáfu. Bakaðir hafrar Bakaður hafragrautur er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum þessa dagana og auðvitað varð ég að prófa eins og allir hinir. Þessi uppskrift er einföld og góð sem smá vanillufíling en það er hægt að leika sér með endalausar útfærslur sem ég á eflaust eftir að deila með ykkur! Fyrir: 1 Undirbúningur: 5 mínútur 1 banani 1 egg 1 dl haframjöl 1/2 dl möndlumjólk 1/4 tsk vínsteinslyftiduft (Vanilluprótein ef vill) Smá Akasíu hunang og ber á toppinn Aðferð: Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í um það bil 10 til 12 mínútur. Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel. Anna Eiríks Það er líka mjög sniðugt að útbúa graut og láta hann standa í ísskáp yfir nótt og borða daginn eftir og þá er chia fræjum oft bætt við en chia fræ eru afar næringarrík, þau eru til dæmis stútfull af próteinum, omega 3 fitusýrum og andoxunarefnum. Hérna er einföld og góð uppskrift af slíkum graut. Kaldur hafragrautur Þessi grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldinu áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Hann er hollur og dásamlega góður. Fyrir: 1 Undirbúningur: 5 mínútur Innihald: 1 1/2 dl tröllahafrar 2 dl möndlumjólk 1 msk chia fræ 1/2 dl lífrænt kókosmjöl 2 góðar msk grísk jógúrt (mér finnst með vanillu og kókos frá Örnu æði) Smá skvetta Akasíu hunang Hindber á toppinn Aðferð: Blandið öllu saman í glerkrukku og hrærið vel. Setjið smá Akasíu hunang ofan á og svo hindber (eða þau ber sem þið eigið til). Setjið krukkuna inn í ísskáp og látið standa yfir nótt. Einfaldara gerist það ekki! Anna Eiríks Síðast en ekki síst deili ég með ykkur frábærum graut sem er soðinn í potti en er ekki alveg þessi hefðbundni grautur sem flestir þekkja en alveg dásamlega góður. Njótið vel! Kókosgrautur Þessi grautur er dásamleg útgáfa af hafragraut og í rauninni jafn góður kaldur daginn eftir. Hafragrautur er saðsamur og gefur góða orku fyrir daginn og því varla hægt að byrja daginn betur. Ég fékk hugmyndina að þessum graut frá ómótstæðilegu Ellu (Deliciously Ella) sem mér finnst alltaf með svo girnilegar og hollar uppskriftir. Fyrir: 1 Undirbúningur: 5 mínútur Innihald: 1 dl haframjöl 2 dl kókosmjólk í fernu 1/2 dl kókosmjöl 1/2 dl hakkaðar möndlur Akasíu hunang og ber Aðferð: Setjið haframjöl og kókosmjólkina í pott og sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til grauturinn hefur þykknað. Blandið kókosmjölinu og hökkuðu möndlunum saman við og hrærið öllu vel saman. Njótið með berjum og smá akasíu hunangi! Anna Eiríks Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Hún starfar sem deildarstjóri hjá Hreyfingu og er eigandi vefsins annaeiriks.is sem býður upp á fjarþjálfun og heilsusamlegar uppskriftir. Anna hefur þjálfað fólk í rúm 25 ár og er þáttastjórnandi æfingaþáttanna Hreyfum okkur saman sem notið hafa mikilla vinsælda hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Alla þættina má finna HÉR á Vísi. Hér er hægt að fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram.
Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Hún starfar sem deildarstjóri hjá Hreyfingu og er eigandi vefsins annaeiriks.is sem býður upp á fjarþjálfun og heilsusamlegar uppskriftir. Anna hefur þjálfað fólk í rúm 25 ár og er þáttastjórnandi æfingaþáttanna Hreyfum okkur saman sem notið hafa mikilla vinsælda hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Alla þættina má finna HÉR á Vísi. Hér er hægt að fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram.
Anna Eiríks Heilsa Matur Uppskriftir Morgunmatur Tengdar fréttir Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi. 14. apríl 2022 09:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi. 14. apríl 2022 09:00