Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín Viktor Örn Ásgeirsson, Smári Jökull Jónsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. apríl 2022 07:43 Úkraínskur hermaður situr við rústir byggingar í borginni Chernihiv. Vísir/AP „Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag. Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni. Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu. Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp. Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag. Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni. Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu. Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp. Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Sjá meira