Man Utd staðfestir að Erik ten Hag sé nýr þjálfari liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 10:27 Nýr þjálfari Man United. Geert van Erven/Getty Images Manchester United hefur staðfest að Erik ten Hag sé nýr þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vef félagsins sem og samfélagsmiðlum þess í dag. Það hefur allt bent til þess að hinn hollenski Ten Hag myndi taka við stjórnartaumum Man United en félagið hefur verið í þjálfaraleit síðan Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Nú hefur verið staðfest að Ten Hag - sem í dag þjálfar Ajax - muni taka við sem þjálfari Man Utd í sumar. Hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi en þegar það er komið í hús verður þriggja ára samingur niðurstaðan. The new First-Team Manager of Manchester United: Erik ten Hag.#MUFC || #WelcomeErik— Manchester United (@ManUtd) April 21, 2022 „Það er mikill heiður að vera ráðinn sem þjálfari Manchester United. Ég er mjög spenntur fyrir áskoruninni sem er framundan. Ég þekki sögu þessa merka félags og ástríðu stuðningsfólks þess. Ég er mjög ákveðinn í að búa til lið sem getur barist um titlana sem stuðningsfólkið á skilið,“ sagði Ten Hag er það var gert opinbert að hann myndi taka við Man Utd. „Það verður erfitt að yfirgefa Ajax eftir þessi frábæru ár. Ég lofa stuðningsfólki félagsins að ég verð mjög einbeittur allt þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Hollendingurinn einnig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hreinsanir hafnar á starfsliði Man Utd og búist við allt að tíu nýjum leikmönnum í sumar Tveir helstu njósnarar Manchester United hafa yfirgefið félagið. Virðist þetta vera upphafið að einni allsherjar hreinsun á bæði leikmannahóp og starfsliði félagsins. Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, býst við sex til tíu leikmönnum í sumar. 20. apríl 2022 16:15 Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30 Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United. 18. apríl 2022 15:38 Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin. 14. apríl 2022 07:00 Ten Hag gert munnlegt samkomulagi við Man United Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis. 13. apríl 2022 09:00 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Það hefur allt bent til þess að hinn hollenski Ten Hag myndi taka við stjórnartaumum Man United en félagið hefur verið í þjálfaraleit síðan Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Nú hefur verið staðfest að Ten Hag - sem í dag þjálfar Ajax - muni taka við sem þjálfari Man Utd í sumar. Hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi en þegar það er komið í hús verður þriggja ára samingur niðurstaðan. The new First-Team Manager of Manchester United: Erik ten Hag.#MUFC || #WelcomeErik— Manchester United (@ManUtd) April 21, 2022 „Það er mikill heiður að vera ráðinn sem þjálfari Manchester United. Ég er mjög spenntur fyrir áskoruninni sem er framundan. Ég þekki sögu þessa merka félags og ástríðu stuðningsfólks þess. Ég er mjög ákveðinn í að búa til lið sem getur barist um titlana sem stuðningsfólkið á skilið,“ sagði Ten Hag er það var gert opinbert að hann myndi taka við Man Utd. „Það verður erfitt að yfirgefa Ajax eftir þessi frábæru ár. Ég lofa stuðningsfólki félagsins að ég verð mjög einbeittur allt þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Hollendingurinn einnig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hreinsanir hafnar á starfsliði Man Utd og búist við allt að tíu nýjum leikmönnum í sumar Tveir helstu njósnarar Manchester United hafa yfirgefið félagið. Virðist þetta vera upphafið að einni allsherjar hreinsun á bæði leikmannahóp og starfsliði félagsins. Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, býst við sex til tíu leikmönnum í sumar. 20. apríl 2022 16:15 Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30 Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United. 18. apríl 2022 15:38 Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin. 14. apríl 2022 07:00 Ten Hag gert munnlegt samkomulagi við Man United Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis. 13. apríl 2022 09:00 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Hreinsanir hafnar á starfsliði Man Utd og búist við allt að tíu nýjum leikmönnum í sumar Tveir helstu njósnarar Manchester United hafa yfirgefið félagið. Virðist þetta vera upphafið að einni allsherjar hreinsun á bæði leikmannahóp og starfsliði félagsins. Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, býst við sex til tíu leikmönnum í sumar. 20. apríl 2022 16:15
Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30
Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United. 18. apríl 2022 15:38
Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin. 14. apríl 2022 07:00
Ten Hag gert munnlegt samkomulagi við Man United Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis. 13. apríl 2022 09:00