Club Brugge notar QR-kóða gegn kynþáttafordómum Atli Arason skrifar 21. apríl 2022 10:00 Jan Breydel leikvangurinn rúmar alls 29.062 áhorfendur. Getty Images Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum. „Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou. Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
„Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou.
Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira