Manchester United beið afhroð á Anfield er liðið heimsótti Anfield á mánudagskvöld. Lokatölur 4-0 og sást bersýnilega hversu gagnslausir margir leikmenn gestanna eru.
Rangnick hefur opinberlega sagt að skipulagsleysi undanfarin ár sé loks að koma félaginu í koll þar sem leikmannahópur liðsins er einstaklega illa samsettur.
Fjöldi leikmanna rennur út á samning og þá var vitað að Rangnick vill losna við fjölda leikmanna sem hann telur ekki nægilega góða til að spila fyrir Manchester United. Eftir Liverpool leikinn sagðist hann búast við því að fest yrðu kaup á sex til tíu leikmönnum í sumar.
Ralf Rangnick confirms plans of Man United revolution in the summer: There will be a rebuild here. Six, seven, maybe TEN new players will come . #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2022
Það virðist sem hreinsun á leikmannahópnum ein og sér sé ekki nóg en í dag var staðfest að tveir af yfirnjósnurum félagsins væru ekki lengur á lauanskrá þess. The Athletic greindi fyrst frá því að Jim Lawlor og Marcel Bout yrðu ekki lengur á mála hjá félaginu.
Lawlor hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2005 og verið aðalnjósnari (e. head scout) síðan 2014. Bout kom til félagsins sama ár og Lawlor var gerður að yfirnjósnara, hefur hann haldið utan um alþjóðlegt njósnarateymi Man Utd undanfarin ár eftir að hafa fyrst komið sem aðstoðarþjálfari Louis van Gaal.
Exclusive: Manchester United s chief scout and head of global scouting have both left the club. For more details @TheAthleticUK https://t.co/qtiY3JoykQ
— Andy Mitten (@AndyMitten) April 20, 2022
Ljóst er að Man United mun mæta með mikið breytt lið innan vallar sem utan þegar næsta tímabil hefst. Erik ten Hag verður tilkynntur sem þjálfari liðsins fyrr heldur en síðar og nú er spurning hvort hann fái enn frekari völd varðandi leikmannakaup fyrst Lawlor og Bout eru horfnir á braut.
