Fyrstur til að skora fimm deildarmörk mörk á sama tímabilinu gegn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Mo Salah skorar eitt af tveimur mörkum sínum. Clive Brunskill/Getty Images Það verður seint sagt að Manchester United hafi riðið feitum hesti gegn Liverpool í viðureignum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Man Utd var kjöldregið í báðum leikjum liðanna, markatalan 9-0 og þá skoraði Mohamed Salah samtals fimm mörk í leikjunum tveimur. Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira