Fyrstur til að skora fimm deildarmörk mörk á sama tímabilinu gegn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Mo Salah skorar eitt af tveimur mörkum sínum. Clive Brunskill/Getty Images Það verður seint sagt að Manchester United hafi riðið feitum hesti gegn Liverpool í viðureignum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Man Utd var kjöldregið í báðum leikjum liðanna, markatalan 9-0 og þá skoraði Mohamed Salah samtals fimm mörk í leikjunum tveimur. Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion. Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion.
Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira