„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 06:55 Úkraínski hershöfðinginn Serhiy Volyna vill að óbreyttum borgurum verði komið örugglega í burtu frá stálverksmiðjunni í Mariupol. EPA „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25