Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir leika báðar fyrir Kristianstad undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur. Amanda var í byrjunarliðinu, en Emelía kom inn á sem varamaður fyrir Amöndu þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.
Gestirnir í Eskilstuna tóku forystuna snemma leiks og staðan var 0-1 í hálfleik. Íslendingaliðið jafnaði snemma í síðari hálfleik, áður en gestirnir tóku forystuna á ný á 78. mínútu.
Forystan lifði þó ekki lengi því Klara Rybrink jafnaði metin fyrir heimakonur og sá til þess að niðurstaðan yrði 2-2 jafntefli.
Kristianstad hefur nú fengið fimm stig í fyrst þrem leikjum tímabilsins, en liðið hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli.