Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 21:36 Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir það geta orðið mikið tjón ef fuglaflensan kemst inn í alifuglabú. Stöð 2 Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. Fuglaflensa hefur nú verið staðfest í þremur villtum fuglum auk þess sem sterkur grunur kom upp um smit meðal hænsna á bóndabæ á Skeiðum. Matvælastofnun skoðaði hænurnar í gær og sýndu þær sjúkdómseinkenni og voru því aflífaðar í varúðarskyni. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar var virkjuð í kjölfarið og eru vonir bundnar við að fleiri tilfelli komi ekki upp á næstunni. „En ljóst er miðað við þessar greiningar í villtum fuglum, að þessi fuglaflensa gæti verið víða á landinu,“ segir Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sterkur grunur kom upp í fyrra um að fuglaflensan hafði náð að dreifa sér hingað með villtum fuglum en veiran greindist aldrei í alifuglum þá. Mikilvægt sé að smitvarnir séu í hávegum hafðar hjá þeim sem halda alifugla þar sem hættan er þó greinilega til staðar. Líklegt að um skæða veiru sé að ræða Gerð veirunnar sem staðfest hefur verið hér á landi er H5 en meinvirkni veirunanr er ekki þekkt. Í Evrópu hefur lang algengasta gerðin sem greinist verið H5N1, sem er skæð meinvirk veira. „Miðað við þessar greiningar í Evrópu má búast við að það sé líka H5N1 hérna en við þurfum bara að fá það staðfest til að vera alveg viss,“ segir Brigitte en óháð því má álykta að um meinvirka veiru sé að ræða út frá sjúkdómseinkennum hænsnanna á Skeiðum, ef fuglaflensa verður staðfest. Væg fuglaflensa kemur upp reglulega en það hefur verið fátíðara að skæð veira greinist hér á landi. Þá er sífellt algengara að skæð veira greinist í villtum fuglum, sem gerðist nær aldrei fyrir nokkrum áratugum. „Þessi faraldur er að breytast í villtum fuglum. Skæðar veirur eru algengari og algengari núna og þær draga villta fugla til dauða,“ segir Brigitte. Vel er fylgst með þróuninni en þó er ekki talin hætta að svo stöddu að mannfólk smitist. Alþjóðlegar stofnanir fylgjast vel með breytingum á erfðaefninu sem gæti gert það að verkum að veiran berist í spendýr. „Þessi möguleiki er fyrir hendi, þess vegna skiptir máli að maður viðhaldi góðar reglulegar smitvarnir, þó svo að við séum núna að öllum líkindum með veiru sem venjulega berst ekki í fólk,“ segir Brigitte. Hafa fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum Meðal þeirra villtu fugla sem hafa greinst með fuglaflensuna hér á landi er súla og í gærkvöldi sáust nokkrar dauðar súlur á Eldey á Reykjanesi. Ómögulegt er þó að segja hvort fuglaflensan hafi verið að verki en Brigitte segir villta fugla marga byggja upp ónæmi. „Það er ekki gott að segja í dag hvað gerist í villtum fuglum, þeir geta byggt upp ónæmi og ekkert víst að þetta geti valdið meiri skaða, það er bara verið að kanna það,“ segir Brigitte. „Eins og er þá er þá höfum við fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum af því að ef þetta berst inn í búin þá er þetta bara svakalega mikið tjón, fyrir búið, fyrir alifuglarækt og fyrir landið,“ segir hún enn fremur. Verið sé að kanna hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til að mynda bólusetningar, en það helsta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að fylgjast með og vera á varðbergi. „Það er sem sagt bara mjög mikilvægt að allir séu á tánnum og viðbrögð séu örugg og snögg og snemma um leið og upp kemur grunur um smit í alifuglum,“ segir Brigitte. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira
Fuglaflensa hefur nú verið staðfest í þremur villtum fuglum auk þess sem sterkur grunur kom upp um smit meðal hænsna á bóndabæ á Skeiðum. Matvælastofnun skoðaði hænurnar í gær og sýndu þær sjúkdómseinkenni og voru því aflífaðar í varúðarskyni. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar var virkjuð í kjölfarið og eru vonir bundnar við að fleiri tilfelli komi ekki upp á næstunni. „En ljóst er miðað við þessar greiningar í villtum fuglum, að þessi fuglaflensa gæti verið víða á landinu,“ segir Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sterkur grunur kom upp í fyrra um að fuglaflensan hafði náð að dreifa sér hingað með villtum fuglum en veiran greindist aldrei í alifuglum þá. Mikilvægt sé að smitvarnir séu í hávegum hafðar hjá þeim sem halda alifugla þar sem hættan er þó greinilega til staðar. Líklegt að um skæða veiru sé að ræða Gerð veirunnar sem staðfest hefur verið hér á landi er H5 en meinvirkni veirunanr er ekki þekkt. Í Evrópu hefur lang algengasta gerðin sem greinist verið H5N1, sem er skæð meinvirk veira. „Miðað við þessar greiningar í Evrópu má búast við að það sé líka H5N1 hérna en við þurfum bara að fá það staðfest til að vera alveg viss,“ segir Brigitte en óháð því má álykta að um meinvirka veiru sé að ræða út frá sjúkdómseinkennum hænsnanna á Skeiðum, ef fuglaflensa verður staðfest. Væg fuglaflensa kemur upp reglulega en það hefur verið fátíðara að skæð veira greinist hér á landi. Þá er sífellt algengara að skæð veira greinist í villtum fuglum, sem gerðist nær aldrei fyrir nokkrum áratugum. „Þessi faraldur er að breytast í villtum fuglum. Skæðar veirur eru algengari og algengari núna og þær draga villta fugla til dauða,“ segir Brigitte. Vel er fylgst með þróuninni en þó er ekki talin hætta að svo stöddu að mannfólk smitist. Alþjóðlegar stofnanir fylgjast vel með breytingum á erfðaefninu sem gæti gert það að verkum að veiran berist í spendýr. „Þessi möguleiki er fyrir hendi, þess vegna skiptir máli að maður viðhaldi góðar reglulegar smitvarnir, þó svo að við séum núna að öllum líkindum með veiru sem venjulega berst ekki í fólk,“ segir Brigitte. Hafa fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum Meðal þeirra villtu fugla sem hafa greinst með fuglaflensuna hér á landi er súla og í gærkvöldi sáust nokkrar dauðar súlur á Eldey á Reykjanesi. Ómögulegt er þó að segja hvort fuglaflensan hafi verið að verki en Brigitte segir villta fugla marga byggja upp ónæmi. „Það er ekki gott að segja í dag hvað gerist í villtum fuglum, þeir geta byggt upp ónæmi og ekkert víst að þetta geti valdið meiri skaða, það er bara verið að kanna það,“ segir Brigitte. „Eins og er þá er þá höfum við fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum af því að ef þetta berst inn í búin þá er þetta bara svakalega mikið tjón, fyrir búið, fyrir alifuglarækt og fyrir landið,“ segir hún enn fremur. Verið sé að kanna hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til að mynda bólusetningar, en það helsta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að fylgjast með og vera á varðbergi. „Það er sem sagt bara mjög mikilvægt að allir séu á tánnum og viðbrögð séu örugg og snögg og snemma um leið og upp kemur grunur um smit í alifuglum,“ segir Brigitte.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira