Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 12:32 Sigurður Harðarson segist hafa tekið eftir fyrsta dauða fuglinum þann 11. apríl en þeim hafi fjölgað síðan. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar. Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar.
Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira