Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 12:32 Sigurður Harðarson segist hafa tekið eftir fyrsta dauða fuglinum þann 11. apríl en þeim hafi fjölgað síðan. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar. Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar.
Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira