Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill eignast Twitter. Getty/Rafael Henrique Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira