„Risastórt sem við höfum gert á tveimur árum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 David Moyes var í skýjunum eftir stórsigur West Ham í Evrópudeildinni í kvöld. Claudio Villa/Getty Images David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, var stoltur af sínum mönnum eftir 3-0 sigur liðsins gegn Lyon í átta liða úrslitum EVrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir það ótrúlegt hvað liðið er komið langt síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira