Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:00 Þröstur Emilsson hóf störf hjá ADHD-samtökunum árið 2015 en hann starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Honum var sagt upp störfum eftir að upp komst um fjárdráttinn árið 2018. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna. Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna.
Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42