Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2022 10:47 Baldur fylgist vel með þróun mála í Úkraínu og hefur talað fyrir aukinni og opinni umræðu hérlendis um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira