„Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian.
Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public.
— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022
They must both resign.
The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.
Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer.
Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson.
This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.
— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022
Tólf viðburðir til rannsóknar
Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi.
Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal.
Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum.
Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni.
Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum.