„Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. apríl 2022 22:54 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr þjálfari Valsmanna var stoltur af frammistöðu sinna manna eftir að þeir sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Hvaða tilfinningar börðust um í brjósti Finns strax eftir leik? „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59