„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 20:36 Einar Jónsson, þjálfari Fram Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23. „Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði. Olís-deild karla Fram Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira