Svona fór fyrsta umferð Áskorendamótsins Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. apríl 2022 21:28 Fyrsta umferðin í Áskorendamótinu í CS:GO fór fram í gærkvöldi þar sem 8 lið etja kappi um 4 sæti á Stórmeistaramótinu Áskorendamótið er undankeppni fyrir Stórmeistaramótið í CS:GO sem hefst 23. apríl. Um fyrirkomulag mótsins má lesa betur hér, en hver viðureign er “best-af-3”. XY – Samviskan XY sem lenti í 5. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mætti Samviskunni úr Opna mótinu. Í kortavalinu bannaði XY Mirage og Overpass en valdi Vertigo og Samviskan bannaði Ancient og Dust 2 og valdi Overpass. Úrslitakortið var því Nuke en ekki þurfti að spila það. XY hafði mikla yfirburði í fyrsta leiknum sem þeir unnu auðveldlega 16–5. Samviskan dróst aftur úr í upphafi annars leiksins en tókst að jafna í 9–9 áður en XY sigli leiknum heim 16–10. Úrslitin 2–0 fyrir XY. Fylkir – Ten5ion Fylkir sem lenti í 8. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mætti Ten5ion úr Opna mótinu, en Ten5ion slógu Kórdrengi út í umspili og munu leika í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Í kortavalinu bannaði Fylkir Dust 2 og Overpass en valdi Vertigo og Samviskan bannaði Mirage og Dust 2 og valdi Nuke. Úrslitakortið var því Ancient. Liðin voru gífurlega jöfn í fyrsta leik sem fór 16–14 fyrir Ten5ion. Fylkir hafði yfirhöndina framan af í öðrum leiknum, þar sem þeir voru í CT en Ten5ion söxuðu á forskotið eftir því sem leið á hálfleikinn. Í síðari hálfleik hafði Fylkir þó mikla yfirburði þangað til undir lokin þegar Ten5ion náði að jafna í 13–13 og komast yfir. Fylki tókst að knýja fram framlengingu og þar sem þeir höfðu betur 19–16. Í þriðju og síðustu viðureigninni var allt í járnum í fyrri hálfleik. Ten5ion náðu sér þó í tveggja lotu forskot í síðari en Fylkir hleypti þeim aldrei langt frá sér og tókst að jafna í 12–12. Skiptust liðin þá á lotum en Ten5ion tókst að kreista fram sigur í framlengingu, 19–16. Úrslitin 2–1 fyrir Ten5ion Saga – Haukar Saga sem lenti í 6. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mætti Haukum úr Opna mótinu. Í kortavalinu bannaði Saga Vertigo og Inferno en valdi Dust 2 og Haukar bönnuðu Ancient og Overpass og valdi Mirage. Úrslitakortið var því Nuke, en ekki kom til þess að það yrði spilað. Fyrsti leikurinn var auðveldur fyrir Sögu sem vann 16–8 fyrir Sögu og þrátt fyrir ágæta endurkomu hafði Saga einnig betur í annarri viðureigninni, líka 16–8. Úrslitin 2–0 fyrir Sögu sem er þá skrefinu nær því að komast á næsta mót. Kórdrengir – BadCompany Kórdrengir sem lentu í 7. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mættu BadCompany úr Opna mótinu. Í kortavalinu bönnuðu Kórdrengir Overpass og Ancient en völdu Inferno og BadCompany bannaði Mirage og Vertigo og valdi Dust 2. Úrslitakortið var því Nuke. Fyrsti leikurinn var virkilega jafn og þurfti framlengingu til að skera úr um leikinn sem endaði að lokum 19–15 fyrir BadCompany sem tapaði ekki lotu í framlengingu. Liðin voru áfram jöfn í upphafi annars leiksins, BadCompany komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Kórdrengir sneru blaðinu við og unnu hálfleikinn í Terr. BadCompany komst þó ansi nærri þeim í síðari hálfleik en Kórdrengir höfðu betur 16–13. Staðan í einvíginu var því 1–1 og réðust úrslitin því í Nuke. BadCompany komust yfir í upphafi þriðja og síðasta leiksins en Kórdrengir sigldu fram úr þeim og höfðu gott forskot í síðari hálfleik. BadCompany gerði vel í að minnka muninn undir lokin og jafna í 14–14. Þá vantaði ekki mikið upp á og vann BadCompany 16–14 með glæsilegum endaspretti. Úrslitin 2–1 fyrir BadCompany. Mótið heldur áfram Saga, XY , Ten5ion, og BadCompany þurftu því einungis einn sigur til viðbótar í mótinu til að komast á Stórmeistaramótið og léku upp á það síðar um kvöldið. Haukar, Samviskan, Fylkir, og Kórdrengir fá annað tækifæri í kvöld til þess að komast á mótið. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Kórdrengir Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Áskorendamótið er undankeppni fyrir Stórmeistaramótið í CS:GO sem hefst 23. apríl. Um fyrirkomulag mótsins má lesa betur hér, en hver viðureign er “best-af-3”. XY – Samviskan XY sem lenti í 5. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mætti Samviskunni úr Opna mótinu. Í kortavalinu bannaði XY Mirage og Overpass en valdi Vertigo og Samviskan bannaði Ancient og Dust 2 og valdi Overpass. Úrslitakortið var því Nuke en ekki þurfti að spila það. XY hafði mikla yfirburði í fyrsta leiknum sem þeir unnu auðveldlega 16–5. Samviskan dróst aftur úr í upphafi annars leiksins en tókst að jafna í 9–9 áður en XY sigli leiknum heim 16–10. Úrslitin 2–0 fyrir XY. Fylkir – Ten5ion Fylkir sem lenti í 8. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mætti Ten5ion úr Opna mótinu, en Ten5ion slógu Kórdrengi út í umspili og munu leika í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Í kortavalinu bannaði Fylkir Dust 2 og Overpass en valdi Vertigo og Samviskan bannaði Mirage og Dust 2 og valdi Nuke. Úrslitakortið var því Ancient. Liðin voru gífurlega jöfn í fyrsta leik sem fór 16–14 fyrir Ten5ion. Fylkir hafði yfirhöndina framan af í öðrum leiknum, þar sem þeir voru í CT en Ten5ion söxuðu á forskotið eftir því sem leið á hálfleikinn. Í síðari hálfleik hafði Fylkir þó mikla yfirburði þangað til undir lokin þegar Ten5ion náði að jafna í 13–13 og komast yfir. Fylki tókst að knýja fram framlengingu og þar sem þeir höfðu betur 19–16. Í þriðju og síðustu viðureigninni var allt í járnum í fyrri hálfleik. Ten5ion náðu sér þó í tveggja lotu forskot í síðari en Fylkir hleypti þeim aldrei langt frá sér og tókst að jafna í 12–12. Skiptust liðin þá á lotum en Ten5ion tókst að kreista fram sigur í framlengingu, 19–16. Úrslitin 2–1 fyrir Ten5ion Saga – Haukar Saga sem lenti í 6. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mætti Haukum úr Opna mótinu. Í kortavalinu bannaði Saga Vertigo og Inferno en valdi Dust 2 og Haukar bönnuðu Ancient og Overpass og valdi Mirage. Úrslitakortið var því Nuke, en ekki kom til þess að það yrði spilað. Fyrsti leikurinn var auðveldur fyrir Sögu sem vann 16–8 fyrir Sögu og þrátt fyrir ágæta endurkomu hafði Saga einnig betur í annarri viðureigninni, líka 16–8. Úrslitin 2–0 fyrir Sögu sem er þá skrefinu nær því að komast á næsta mót. Kórdrengir – BadCompany Kórdrengir sem lentu í 7. sæti Ljósleiðaradeildarinnar mættu BadCompany úr Opna mótinu. Í kortavalinu bönnuðu Kórdrengir Overpass og Ancient en völdu Inferno og BadCompany bannaði Mirage og Vertigo og valdi Dust 2. Úrslitakortið var því Nuke. Fyrsti leikurinn var virkilega jafn og þurfti framlengingu til að skera úr um leikinn sem endaði að lokum 19–15 fyrir BadCompany sem tapaði ekki lotu í framlengingu. Liðin voru áfram jöfn í upphafi annars leiksins, BadCompany komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Kórdrengir sneru blaðinu við og unnu hálfleikinn í Terr. BadCompany komst þó ansi nærri þeim í síðari hálfleik en Kórdrengir höfðu betur 16–13. Staðan í einvíginu var því 1–1 og réðust úrslitin því í Nuke. BadCompany komust yfir í upphafi þriðja og síðasta leiksins en Kórdrengir sigldu fram úr þeim og höfðu gott forskot í síðari hálfleik. BadCompany gerði vel í að minnka muninn undir lokin og jafna í 14–14. Þá vantaði ekki mikið upp á og vann BadCompany 16–14 með glæsilegum endaspretti. Úrslitin 2–1 fyrir BadCompany. Mótið heldur áfram Saga, XY , Ten5ion, og BadCompany þurftu því einungis einn sigur til viðbótar í mótinu til að komast á Stórmeistaramótið og léku upp á það síðar um kvöldið. Haukar, Samviskan, Fylkir, og Kórdrengir fá annað tækifæri í kvöld til þess að komast á mótið.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Kórdrengir Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti