Efsti maður heimslistans með örugga forystu eftir annan dag Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:32 Scottie Scheffler er með fimm högga forystu á Masters-mótinu eftir tvo daga. David Cannon/Getty Images Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, er með fimm högga forystu á Masters-mótinu í golfi þegar allir kylfingar hafa leikið tvo hringi. Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira